Almennt um hvalveiðar

Niðurstöður rannsóknar á afkomu hvalaskoðunarfyrirtækja árin 1999-2002.
Kristján Loftsson forstjóri hvals h.f. lét skoða afkomu hvalaskoðunarfyrirtækja á íslandi fyrir árin 1999 - 2002. Lesa má niðurstöður rannsóknarinnar í þessu skjali á vef High North Alliance.

Upplýsingavefur um hrefnurannsóknir.
Hafrannsóknastofnun hefur komið upp upplýsingavef þar sem finna má ýmsar áhugaverðar upplýsingar um hrefnustofninn við ísland og rannsóknir á honum http://www.hafro.is/hrefna/

Hvað éta hvalir mikla fæðu?
Talið er að hver hvalur éti um það bil 2-4% af þyngd sinni á dag. Ef við reiknum með því að hver hrefna við landið éti 3% af þyngd sinni á dag og hrefnurnar séu 43.000 í kringum ísland, þá er heildar fæðan um það bil 9.030 tonn á dag af fæðu. Þetta er miðað við að hrefnan sé að meðaltali 7 tonn, en hrefna er oftast á bilinu 5 - 10 tonn á þyngd. Á ársgrundvelli þýðir þetta að bara hrefnustofninn í kringum landið sé að éta tæpar 1,8 milljónir tonna af fæðu á ári miðað við að hrefnan sé hérna í 200 daga á ári. Þessar tölur eru reiknaðar út frá upplýsingum Hafrannsóknarstofnunar og sýna fyrst og fremst grófa mynd af áti hvala. Hrefnan er aðeins einn hvalastofna af mörgum hér við land og hafa allir þessir hvalir í kringum ísland gífurleg áhrif á fiskistofna og aðra nytjastofna í sjónum.

Finna má upplýsingar um heildar fiskát allra hvala í heiminum á vísindavef Háskóla Íslands. Þar kemur einnig fram að bara hrefnustofninn við ísland éti um það bil 1 milljón tonna af fiski á ári. Til að gera sér grein fyrir hversu mikið magn þetta er þá er allur íslenski flotinn að veiða um það bil 200.000 tonn af þorski á ári -> Hversu mikið af fiski éta hvalir?.

Fælast hvalir af svæðum við veiðar? 
Því hefur verið haldið fram að veiðar á hval muni fæla alla hvali í burt af þeim svæðum þar sem veiðin fer fram á. Reynsla þeirra sem stundað hafa veiðar, til dæmis á hrefnu, í áratugi hafa sýnt að þetta á við engin rök að styðjast, enda hafa þeir sem halda þessu fram enga reynslu til að byggja sín rök á. Veiðar á hrefnu voru stundaðar dag eftir dag og jafnvel viku eftir viku á nákvæmlega sömu stöðunum. Enda væri nánast útilokað að veiða hvali ef þeir hyrfu allir í burtu þegar einn hvalur er veiddur á ákveðnu svæði. 
Hinnsvegar þarf að sjálfsögðu að fara varlega og ekki stunda veiðar og sérstaklaga ekki mikla hvalaskoðun á sama staðnum í mjög langan tíma. Það getur haft áhrif á lífsvenjur hvalana eins og John Kirtland og fleiri hafa rannsakað, sjá. AAP, Nov 5 1996
Einnig má finna upplýsingar um þessi mál á hafro.is

Veiðar eða skoðun ?

Þegar vísindaveiðar á hrefnu hófust haustið 2003 heyrðist mikið fulltrúum hvalaskoðunarfyrirtækja. Þessir aðilar voru mjög ósáttir við að veiðar á hrefnu (38 hrefnum) væru hafnar vegna þess að þeir telja veiðarnar geta truflað hvalaskoðunarbátana. Við Ísland eru margir hvalastofnar og telja allir hvalir í kringum landið mörg hundruð þúsund. Landhelgi Íslands er 200 sjómílur (370 km), sem samsvara vegalengdinni eftir þjóðveginum frá Reykjavík til Akureyrar og eru flestir hvalaskoðunarbátar að fara í mestalagi 20 km radíus frá heimahöfn (a.m.k. fyrir Norðurlandi). Þessar staðreyndir ættu að sýna það svart á hvítu að hvalaskoðun og hvalveiðar geta mjög auðveldlega verið stundaðar hér við land í góðu samlæti þar sem enginn skortur er á plássi eða hvölum. 

Veiðiaðferðir 
Sérstakir sprengiskutlar eru notaðir við hrefnuveiðarnar sem gerir það að verkum að 90% af skotunum eru dauðaskot. Þegar skutullinn lendir í hvalnum springur hleðslan í skutlinum og hvalurinn deyr samstundis. Þótt ótrúlegt megi virðast þá skemma þessir skutlar ekkert meira kjöt heldur en gömlu skutlarnir án sprengju. En það eru sennilega fáar veiðar þar sem aflífun dýrsins er jafn örugg og skjót eins og í hrefnuveiðum. Ef hvalurinn deyr ekki samstundis þá er gripið til öflugs fílariffils sem er notaður til að aflífa hvalinn á skjótan hátt. 

Um vísindaveiðarnar 
3 hrefnubátar eru að veiða 38 hrefnur í kringum ísland. Vísindaveiðarnar fara þannig fram að ákveðinn fjölda dýra þarf að veiða á hverju svæði og gerir það veiðarnar töluvert erfiðari en ef um hefðbundnar veiðar væri að ræða. Mikinn fjölda sýna þar að taka úr hverri hrefnu og tekur það alls um 5-10 tíma að rannsaka hverja hrefnu. Ekki er hægt að hefja verkun á hrefnunni fyrr en þessi rannsókn er búin. Þrátt fyrir þetta hafa veiðarnar gengið vel.