Það helsta

28
Nýtt og ferskt hrefnukjöt er á leið í allar verslanir nú fyrir helgina. Hrefnukjötið hefur ekki verið til síðustu tvær vikur og var víða allt búið í verslunum. Hrafnreyður KÓ fór norður í Skagafjörð í síðustu viku og veiddi þar fjögur dýr sem verið er að vinna úr þessa dagana. Í heildina er búið að veiða 17 dýr í sumar og halda veiðar eitthvað áfram út ágúst.
Það er því um að gera að fá sér Hrefnukjöt á grillið í góða veðrinu.

[Lesa meira...]

Aðgerð: E-mail |
27
Hrafnreyður KÓ landaði sínu fjórða dýri og Rokkarinn sínu þriðja í dag. Dýrin voru veidd norðanlega í Faxaflóa í gær. Veður hefur ekki verið gott til hrefnuveiða undanfarna daga, en var með ágætum í gær og náðust dýrin með stuttu millibili. Þetta er þó mun minni veiðði en á sama tíma í fyrra en þá voru komin 23 dýr til vinnslu. 

Dýrin verða unnin fyrir helgina og dreift í verslanir og á veitingastaði.

[Lesa meira...]

Aðgerð: E-mail |
08
Hrefnuveiðar hófust loksins um síðustu helgi þegar Rokkarinn KE tók tvö dýr. Dýrin sem voru tveir tarfar veiddust í Faxaflóa. Veður hefur sett mikið strik í reikninginn í upphafi vertíðar og valdið því að hrefnuveiðar eru að byrja mun seinna núna en síðustu ár. Hrafnreyður KÓ heldur af stað til veiða á morgun og verður fram að hádegi á laugardag þegar bátar þurfa að snúa til hafnar vegna sjómannadags um komandi helgi.
Kjötið af dýrunum kom til vinnslu í Hafnarfjörð og hefst drefing á kjötinu í dag. Hrefnukjöt á grilið um helgina!!

[Lesa meira...]

Aðgerð: E-mail |
Page 1 of 9First   Previous   [1]  2  3  4  5  6  7  8  9  Next   Last