Það helsta

30
Hafsteinn SK landaði tveimur hrefnum á miðvikudag og hafa því veiðst sjö dýr það sem af er sumri. Dýrin hafa öll veiðst í Faxflóa. Mikið er af hrefnu í flóanum og greinilega mikið af fæðu fyrir dýrin. Veiðarnar hafa byrjað mun betur en síðustu þrjú ár, en á sama tíma í fyrra var einungis búið að veiða tvö dýr. Hafsteinn SK heldur áfram veiðum út júní en Hrafnreyður KÓ slæst í hópinn nú í byrjun júní og verða þar með tveir bátar við veiðar í Faxaflóa á þeim tíma.
Kjötið af dýrunum er nú þegar komið í allar verslanir og veitingastaði.
Aðgerðir: E-mail |