Það helsta

01
Hrefnuveiðar hafa gengið ágætlega það sem af er sumri. Rokkarinn landaði sínu fjórða dýri  í gærmorgun og Hrafnreyður KÓ sínu sjötta. Báðir bátar hafa verið gerðir út frá suðvesturhorninu og verið við veiðar í Faxaflóa.
Þá er s.s. búið að veiða tíu dýr í sumar og er það nokkuð gott m.v. síðustu ár, en á sama tíma í fyrra var einungis búið að veiða tvö dýr og vinnsla í landi nokkuð bundin þar sem verkafall dýralækna stóð yfir.
Aðgerðir: E-mail |