Það helsta

13
Búið er að veiða tuttugu hrefnur það sem af er sumri. Allar hrefnunar hafa verið veiddar í Faxaflóa og virðist líf þar vera eitthvað fyrr á ferðinni miðað við fyrrasumar. Mikið sést af hrefnu og eru góð tíðindi að Faxaflói sé jafnvel að ná sér upp aftur, en minna líf hefur verið í Faxaflóa undanfarin ár.

Hrafnreyður KÓ -100 er ennþá úti í flóa og reynir eitthvað fyrir sér út vikuna. Rokkarinn-KE landar við Hafnarfjarðarhöfn í dag og heldur síðan af stað aftur.
Aðgerðir: E-mail |