Það helsta

05
Hrafnreyður KÓ-100 var norðanlega í Faxaflóa í gær þegar þeir náðu einni hrefnu. Þokkalegt líf var á svæðinu, en mikið hefur verið um Hnúfubak í Faxaflóa undanfarnar vikur og því minna um hrefnuna á sama svæði. Skipið kom við á Akranesi í gærkvöldi og leggur aftur út í Faxaflóa snemma í dag.

Nú hafa því veiðst 27 hrefnur í heildina. Rokkarinn með 10 dýr og Hrafnreyður með 17.
Aðgerðir: E-mail |