Það helsta

08
Hrefnuveiðar hófust loksins um síðustu helgi þegar Rokkarinn KE tók tvö dýr. Dýrin sem voru tveir tarfar veiddust í Faxaflóa. Veður hefur sett mikið strik í reikninginn í upphafi vertíðar og valdið því að hrefnuveiðar eru að byrja mun seinna núna en síðustu ár. Hrafnreyður KÓ heldur af stað til veiða á morgun og verður fram að hádegi á laugardag þegar bátar þurfa að snúa til hafnar vegna sjómannadags um komandi helgi.
Kjötið af dýrunum kom til vinnslu í Hafnarfjörð og hefst drefing á kjötinu í dag. Hrefnukjöt á grilið um helgina!!
Aðgerðir: E-mail |