Það helsta

27
Hrafnreyður KÓ landaði sínu fjórða dýri og Rokkarinn sínu þriðja í dag. Dýrin voru veidd norðanlega í Faxaflóa í gær. Veður hefur ekki verið gott til hrefnuveiða undanfarna daga, en var með ágætum í gær og náðust dýrin með stuttu millibili. Þetta er þó mun minni veiðði en á sama tíma í fyrra en þá voru komin 23 dýr til vinnslu. 

Dýrin verða unnin fyrir helgina og dreift í verslanir og á veitingastaði.
Aðgerðir: E-mail |