Það helsta

28
Nýtt og ferskt hrefnukjöt er á leið í allar verslanir nú fyrir helgina. Hrefnukjötið hefur ekki verið til síðustu tvær vikur og var víða allt búið í verslunum. Hrafnreyður KÓ fór norður í Skagafjörð í síðustu viku og veiddi þar fjögur dýr sem verið er að vinna úr þessa dagana. Í heildina er búið að veiða 17 dýr í sumar og halda veiðar eitthvað áfram út ágúst.
Það er því um að gera að fá sér Hrefnukjöt á grillið í góða veðrinu.
Aðgerðir: E-mail |