Það helsta

25
Hrafnreyður KÓ landar í dag fjórum hrefnum við Hafnarfjarðarhöfn og er þar með búið að veiða 41 dýr í sumar. Mikið hefur verið af hrefnu í Faxaflóa síðustu daga og veður gott. Til samanburðar voru veiddar 29 hrefnur allt árið í fyrra. Kjötið af dýrunum fer beint til vinnslu og verður komið inn í allar verslanir fyrir verslunarmannahelgi.

[Lesa meira...]

Aðgerð: E-mail |
05
Hrafnreyður KÓ-100 var norðanlega í Faxaflóa í gær þegar þeir náðu einni hrefnu. Þokkalegt líf var á svæðinu, en mikið hefur verið um Hnúfubak í Faxaflóa undanfarnar vikur og því minna um hrefnuna á sama svæði. Skipið kom við á Akranesi í gærkvöldi og leggur aftur út í Faxaflóa snemma í dag.

Nú hafa því veiðst 27 hrefnur í heildina. Rokkarinn með 10 dýr og Hrafnreyður með 17.

[Lesa meira...]

Aðgerð: E-mail |
13
Búið er að veiða tuttugu hrefnur það sem af er sumri. Allar hrefnunar hafa verið veiddar í Faxaflóa og virðist líf þar vera eitthvað fyrr á ferðinni miðað við fyrrasumar. Mikið sést af hrefnu og eru góð tíðindi að Faxaflói sé jafnvel að ná sér upp aftur, en minna líf hefur verið í Faxaflóa undanfarin ár.

Hrafnreyður KÓ -100 er ennþá úti í flóa og reynir eitthvað fyrir sér út vikuna. Rokkarinn-KE landar við Hafnarfjarðarhöfn í dag og heldur síðan af stað aftur.

[Lesa meira...]

Aðgerð: E-mail |
Page 3 of 9First   Previous   1  2  [3]  4  5  6  7  8  9  Next   Last