Uppskriftir

Uppskrift nr. 1 - ekki ofelda kjötið...

 

Hrefnuhakk

Hrafnreyður ehf. býður nú upp á Hrefnuhakk. Hakkið er tilvalið í alla hakkrétti. Þýðið hakkið upp með því að setja það í ísskáp ca. 12 tímum áður en það er notað.

Hrefnuhakk nr. 1 - Kjötbollur eða Hamborgari

Takið kjötið úr pakkningunni og leggið á sléttan flöt. Kryddið létt með hamborgarakryddi eða öðru sambærilegu. Til þess að kjötið haldist saman er gott að nota örlítið hveiti eða rasp.

Útbúið bollur í höndunum og skellið á snarpheita pönnuna í 2 - 3 mínutur. Sé ætlunin að útbúa hamborgara er þrýst létt á bolluna þannig að hún flétist út.

Passið að ofelda ekki kjötið alveg í gegn.

Hrefnuhakk nr. 2 - Hakk og spagetti

Kryddið kjötið með season all eða sambærilegu kryddi. Steikið á pönnu í 2 - 3 mínútur. Blandið spagettisósu í hakkið og látið standa í nokkrar mínútur. Blandið söðnu spagetti út á pönnuna eða berið fram í sitthvoru lagi. Mjög gott er að steikja sveppi og lauk saman og blanda út í hakkblönduna.

 

Hér koma vel valdar uppskriftir af hrefnukjöti.

Gott hrefnukjöt minnir oft á nautakjöt. Það má helst ekki elda kjötið of mikið en þá getur það orðið seigt og þurrt. Kjötið er best snögg steikt og safaríkt, svipað og þegar nautakjöt er eldað. Einnig er hætta á lýsisbragði af hrefnukjöti ef það er eldað of mikið og ef það er af mjög feitri hrefnu, sem hefur jafnvel verið geymt lengi í frystir. Að leggja kjötið í mjólk dugar ekki, lítil steiking er best til að forðast lýsisbragð.


Mikilvægt er að skera kjötið rétt niður í sneiðar. Passa verður að skera þvert á vöðvaþræðina en ekki langsum eftir þeim. Stundum getur verið erfitt að átta sig á því hvernig vöðva þræðirnir liggja í kjötinu og þarf að skoða bitan vel. Ranglega niðurskornar sneiðar verða seigar við eldun.

Vel heppnað hrefnukjöt er úrvals matur sem er án fitu og beina og má nota í flestar nautakjöts uppskriftir.

Nýjar uppskriftir úr Gestgjafanum 9 tbl. 2009

Hrefnu-Carpaccio með rauðlaukssultu og rúsínum

fyrir 4 - 6                                    Rauðlaukssulta með rúsínum

300 gr. hrefnukjöt                     2 msk. olía, salt, pipar, 3.msk. rúsínur

salt                                             150 gr. rauðlaukur, skorinn í seiðar

nýmalaður pipar                         1 tsk. tímían, 2 lárviðarlauf, 3.msk. sykur

2.msk. ólífuolía                           3.msk. gott berjaredik

Kraumið laukinn í olíu á pönnu í 2.mín. án þess að brenna hann. Bætið þá timíani, lárviðarlaufi og sykri á pönnuna og kraumið í 2. mínútur til viðbótar. Bætið berjaedikinu og rúsínunum á pönnuna og sjóið niður um 3/4. Bragðbætið með salti og pipar og kælið. Frosið hrefnukjötið er skorið í þunnar sneiðar og því raðað á disk. Berið fram með sultunni og salati.

 

Grilluð hrefnusteik með kóríanderbættri rauðvínssósu

fyrir 4                                                              Kóríandersósa

 2 msk. olía                                               2.msk olía, 1 rauðlaukur, .smátt saxaður, 10 sveppir (saxaðir),

1 kg. hrefnukjöt, 100 gr. steikur            1 tsk. kóríanderfræ, 1 msk. ysta lagið af appelsínuberki, rifið.

salt                                                             2 msk. balsamedik, 2 dl rauðvín, 2 dl nautasoð eða vatn og kraftur. 

nýmalaður pipar                                      1 - 2 msk. hunang, sósujafnari, 40  gr kalt smjör, salt og pipar.

Hitið olíu í potti og kraumið lauk og sveppi í 2 mín. Bætið þá kóríander, appelsínuberki, balsamediki og rauðvíni í pottinn og sjóðið niður í síróp. Þá er nautasoði og hunangi bætt í pottinn og soðið þykkt með sósujafnara. Takið þá pottinn af hellunni og bætið smjörinu við. Hrærið í pottinum þar til smjörið hefur bráðnað. Bragðbætið með salt og pipar. 

Penslið kjötið með oíu og saltið og piprið. Grillið á vel heitu grilli í 1 - 2 mín. báðum megin. Berið steikurnar fram með sósunni og t.d. grilluðum kartöflum og grænmeti.

 

Heilgrillaður hrefnuvöðvi með dilli og piparrótarsósu

fyrir 6 manns                                                       �Piparrótarsósa

1 kg. hrefnuvöðvi                                        3 eggjarauður, 300 gr. bráðið smjör, 1 msk. piparrótarmauk

5 msk. Caj P.- kryddlögur                        1 msk. sítrónusafi, 1 tsk. kjúklingakraftur, salt, pipar, 1 msk. dill(saxað)

Setjið kjötið og kryddlögin í poka og veltið kjötinu upp úr kryddleginum. Geymið í kæli í 4 - 24 klst. Strjúkið mesta kryddlögin af kjötinu og grillið á meðalheitu grilli í 15 - 20 mín. Snúið kjötinu reglulega. Berið fram með dill - piparrótarsósunni og t.d. bökuðum kartöflum, grilluðu grænmeti og salati.

 

Sósan: Setjið eggjarauður í skál og þeytið yfir volgu vatnsbaði þar til rauðurnar verða léttar og ljósar, eða í u.þ.b. 3 - 5 mín. Hellið þá smjörinu í mjórri bunu í eggjarauðurnar og þeytið vel allan tímann. Bragðbætið sósuna með piparrótarmaukinu, sítrónusafa, kjúklingarkraftinum, salti og pipar.


Uppskriftir frá Úlfari á Þrem Frökkum

Uppskrift nr 1 - Hrefnuspjót 

Skerið kjötið í gúllasbita (ekki of stóra). Setjið í skál og hellið Cajp's grillolíu (þessi í áttstrendu flöskunum) yfir og látið marinerast yfir nótt eða frá morgni til kvölds. 
Leggið grillpinna í bleyti í ca 2 klst. Rúllið upp baconlengjum. Skerið papriku, rauðlauk eða sveppi í fremur grófa bita. Þessu er síðan þrætt upp á grillpinnana til skiptis. Kjöt paprika bacon kjöt rauðlaukur kjöt o.s.frv. Þetta er svo grillað á útigrilli. 
Passið að grilla ekki of lengi því þannig þornar kjötið. Borið fram með kartöflum, grilluðum eða soðnum eftir smekk, grænum baunum, hrásalati eða annað sem fólk þykir gott. Piparsósa úr pakka er góð með.

Uppskrift nr 2 - Hrefnusteik 

Skerið kjötið í 1 - 1.5 cm þykkar sneiðar. Penslið með BBQ sósu og grillið í ca 3-4 mín á hvorri hlið (á vel heitu grilli). 
Borið fram með léttsoðnu fersku grænmeti, kartöflum og grænpiparsósu.

Uppskrift nr 3 - Pönnusteik 

Skerið kjötið í 1 cm þykkar sneiðar. Veltið sneiðunum upp úr pískuðu eggi og uxahalasúpudufti (fæst frá Erin). Steikið kjötið í ca 3 mín á hvorri hlið og hellið rjóma yfir og látið liggja í rjómanum í smá stund.

Uppskrift nr 4 - Hrefnuforréttur 

Fljótlegur skyndibiti sem er ótrúlega góður. Mikið notaði í Japan. 
Skerið hrefnukjötið niður í örþunnar og litlar sneiðar. Dæmi: 5x5 cm sneiðar sem eru 3-5 millimetrar á þykkt. 
Veltið sneiðunum upp úr sojasósu og borðið hrátt.